Veisluþjónusta

Tertur og Kransakökur

Við sérlögum tertur og kransakökur fyrir afmæli, skírn, fermingar ofl. Ræðið við bakarann okkar um ykkar hugmyndir og bragðtegundir sem eru efst á óskalistanum.

Einnig er hægt að skrifa á og skreyta þær tertur sem til eru hverju sinni.

Brúðkaupstertur

Hjá Sandholt er löng hefð fyrir því að baka brúðartertur. Þegar panta á eina slíka er best að gefa sér tíma til að hitta okkur, fá að smakka þær bragðtegundir sem verðandi brúðhjón hafa mestan áhuga á og ræða síðan útlit tertunnar og aðrar óskir. Gott er að byrja á því að hringja til að panta tíma fyrir smökkunina.

Veitingar

Við tökum að okkur að sjá um veitingar fyrir allar veislur. Við lögum tertur, kökur og margar tegundir af eftirréttum. Snittur og pinnamat er einnig hægt að fá hjá okkur. Það er mikilvægt að hringja og panta tíma til að komast að niðurstöðu um besta veislukostinn.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá úrval og verð af tertum, kransakökum og veitingum sem eru í boði.

Æskilegt er að pantanir berast við amk fimm daga fyrirvara.

Hvítt súkkulaði, hindber, ástaraldin

Kransakaka

Veisluþjónusta

Mangó kókos

Veisluþjónusta

Macaroon

Snittur

Mini hamborgarar

Follow us on Instagram

Unnið í samstarfi við Reykjavík Marketing