Brúðkaups tertur

Hjá Sandholt er löng hefð fyrir því að baka brúðartertur. Þegar panta á eina slíka er best að gefa sér tíma til að hitta bakarann okkar, fá að smakka þær bragðtegundir sem verðandi brúðhjón hafa mestan áhuga á og ræða síðan útlit tertunnar og aðrar óskir. Gott er að byrja á því að hringja og athuga hvort dagsetning henti fyrir bakarann og að panta tíma fyrir smökkunina.